heim

Tvígengisvél 

 

Hljóđ fyrir lesblinda

 

   

 

Tvígengisvélin dregur nafn sitt af tveimur slögum (ferđum) bullunnar í vinnuhring. Vinnuhringur tvígengisvélar er einn hringur á sveifarás í stađ tveggja hringja í fjórgengisvélinni.  Slögin  tvö sem bullan fer heita:

  1. Ţjapp-sogslag

  2. Afl-útblástursslag

 

The basic componts of a two-strike engine = Grunnatriđi tvígengisvélar

 

Combustion Chamber = Brunarými

Exhaust Otlet = Afgasgrein

Crank Case = Sveifarhús

Spark Plug = Kerti

Piston = Bulla

Reed Valve = Einstefnuloki

Fuel Intake = Sogrein (bensín, loft og smurolía ađ)

Fuel = eldsneyti (bensín, loft og smurolía)

  

1.

Ţjapp- sogslag.

Í tvígengisvél er sveifarhúsiđ (ţar sem sveifarásinn er) notađ til ađ kom loft og bensínblöndunni ásamt smurolíu inní vélina. Smurolíunni er blanda saman viđ bensíniđ til ađ smyrja vélina.
Ţegar bullan er á uppleiđ er hún ađ ţjappa blöndunni. Viđ ţađ ađ bullan gengur upp myndast undirţrýstingur í sveifarhúsinu. Ţegar bullan er komin framhjá skolloftsportinu (loftopi)  ţá dregst blandan inn vegna undirţrýstingsins.

 

2.

Afl- útblástursslag.

Ţegar bullan er alveg ađ verđa kominn upp kviknar í blöndunni sem er í brunarýminu ofan viđ bullu. Síđan ţegar bullan skríđur yfir toppstöđu  hefst aflslagiđ og ţá ţrýstir hita- og ţrýstingsaukningin bullunni niđur.
Ţegar bullan fer niđur fyrir afgasportiđ (pústop) "To Exhaust" fer brandaloftiđ (pústiđ) út. Viđ ţađ ađ bullan fer niđur hćkkar ţrýstingurinn í sveifarhúsinu. Ţegar bullan fer framhjá sogportinu hćgra megin fer loftblandan upp og skolar afganginn af brennda loftinu út og ţá er vélin tilbúinn í nćsta vinnuhring.

 

 

Nánar til glöggvunar er hér gagnvirkmynd.    Međ ţví ađ styđja á takkann međ ţríhyrning  á rćsirđu vélin.    Ţá sérđu hvernig vélin virkar.  Hćgt er ađ stöđva međ ţví ađ styđja á merkiđ vinstra megin viđ rćsihnappinn.    Ef ykkur finnst vélin snúast of hratt er hćgt ađ handsnúa henni áfram međ ţví ađ styđja á +1 og aftur á bak međ -1.

Tvígengisvélin hefur ţrjá kosti fram yfir fjórgengisvélina:

 

 

1.   Hún hefur enga loka (ventla) sem einfaldar og léttir vélina töluvert.  ( en til eru undantekningar ţar sem vélar eru međ útblástursloka)

   Tvígengisvél                  Fjórgengisvél

   

2.  Einnig er aflslagiđ helmingi oftar en í fjórgengisvél sem gefur tvígengisvélinni meiri aflaukningu s.b. snjósleđa og krossmótorhjól.

3. Ađ lokum ţar sem ţađ er engin smurolía í sveifarhúsinu er sama hvernig vélin snýr. Sem kemur sér vel í t.d. keđjusög og flugvélamótor.

 

 

 

        Tćkin hér ađ neđan eru međ tvígengisvél:

         

 

 

 

Myndirnar á síđunni eru sóttar af vefnum:   http://www.howstuffworks.com/