Bensínvélin

 

 

Hljóđ fyrir lesblinda

Heiti vélahluta:

A. Sogloki og vippuarmar
B. Lokalokalok (ventla lok)
C. Soggrein
D. Lokalok
E. Kćlivatnskápa
F. Blokk
G. Olíupanna
H. Smurolía
  1. Sogslag
  2. Ţjappslag
  3. Aflslag
  4. Útblástursslag
  ∆  Neisti
   . Toppstađa

 


I. Stjórnás (Knastás)
J. Útblástursloki og vippuarmar
K. Kerti
L. Útblástursgrein
M. Bulla
N. Bullustöng
O. Bulluvölur
P. Sveifarás

 

 

 

 

 

 

 

Spurningar og svör:

 

Spurningar: Svör:
Hvernig vél er ţetta hér ađ ofan? Ţetta er  bensínvél (fjórgengis bensínvél, sjá nánar á nćstu síđu)
Hvernig ţekkir mađur bensínvél frá díselvél? Bensínvélin er međ kerti sjá K. á myndinni.
Til hvers er kertiđ í vélinni? Međ neista kemur kertiđ af stađ bruna í bensínvél.
Hvernig virkar vélin? Vélin virkar ţannig:

  1. Hún byrjar á ađ draga inn í sig loft og bensínblöndu inn um C.   [1 Sogslag]
  2. Síđan ţjappar bullan loft og bensínblöndunni saman í strokknum. [ 2 ţjappslag]
  3. Ţá kemur neisti á kertiđ merkt K. sem kveikir í blöndunni. Viđ ţađ verđur hitaaukning og ţensla í strokknum sem ţrýstir bullunni niđur. [ 3 Aflslag]
  4. Ađ lokum rekur bullan brennda loftiđ út úr strokknum út um L. [ 4 Útblástursslag].

Vinnuhringur sjá litaskífuna hér  til hliđar. 1 Sogslag  2 ţjappslag  3 Aflslag og  4 Útblástursslag.

Til ţess ađ ţetta geti allt gerst ţurfa sog og útblásturslokar A og J ađ vera opnir á réttum tíma.

Hljóđ fyrir lesblinda

Hvernig stjórnast tími sog og útblásturslokanna?

 

 

Tími lokanna er stjórnađ međ stjórnás (knastás) sem er merktur I. Stjórnásinn er drifinn af sveifarás P í gegnum gír sem er ţannig ađ međan sveifarásinn snýst tvo hringi fer stjórnásinn bara einn hring. Ţetta er gert ţannig ađ lítiđ tannhjól er sett á sveifarásinn og stórt á stjórnásinn . Sjá nánar mynd hér til hliđar.

Hvađ gersit ef tíminn er ekki réttur?

 

 

Ef tíminn er ekki réttur fer vélin ekki í gang. Ef tímareim slitnar í vél sem er í gangi geta sog og útblásturslokar bognađ og brotnađ.
Hvers vegna eru sumar vélar međ  marga strokka? 

Ţađ er ađallega tvćr ástćđur fyrir ţví ađ viđ erum međ margstrokkavélar.
  1. Í t.d.  8 strokka 4lítra vél er mikiđ ţýđari gangur en í 1 strokka vél sem er  4lítra.

  2. Ţađ er líka minna mál ađ gagnsetja 8 strokka vél en 1 strokka vél vegna ţess ađ viđ ţurfum bara ađ snúa 2 strokkum sem eru međ lokađa ventla.  Ţannig erum viđ bara ađ snúa einum lítra í stađ fjögura.

 

Hvađ er átt viđ međ lítra í vél?

 

 

Ţegar talađ er um lítra er átt viđ  rúmtakiđ sem strokkurinn tekur.  Ef viđ erum međ 4 lítra 8 strokka vél ţá tekur hver strokkur 0,5 lítra ţegar bullan er niđri. Vélin í heild 8*0,5 = 4 lítrar.
Hvers vegna erum viđ međ mismunandi byggingalag á vélum t.d. línuvél, V-vél og Boxervél ?

 

V-vélin tekur mun minna pláss en línuvél. Boxarinn er mun flatari en v-vélin. Ţađ fer eftir ţví hvar viđ ćtlum ađ nota vélina hvađa byggingalag hentar. Einnig ţarf ađ taka tillit til framleiđslukostnađar. Sjá mismunandi byggingalag véla hér ađ neđan til glöggvunar.

Línuvél

V-vél

Boxervél

 

Myndirnar á síđunni eru af vefnum:   http://www.howstuffworks.com/